HEILDSALA Símans
PSTN útfösun
Síminn tilkynnti í janúar 2019 um fyrirhugaða niðurlagningu á PSTN kerfi Símans í nokkrum áföngum.  Tilkynningin var send tólf mánuðum áður en fyrirhugað var að loka símstöðvum í fyrsta áfanga, með áskilnaði um rétt til að endurskoða áfangaskiptingu.
Nú hefur Síminn endurskoðað hvenær einstökum símstöðvum verði lokað.
Meðfylgjandi er listi yfir áfangaskiptingar og tímasetningar á lokun sem búið er að ákveða, nýjum áföngum verður svo bætt við um leið og ákvörðun liggur fyrir.
Heildsala
HEILDSALA

Neyðarlínan

Vakinn er athygli á, að Fjarskiptastofa hefur útnefnt Neyðarlínuna ohf. sem alþjónustuveitanda fjarskiptatenginga fyrir síma- og internetþjónustu í þeim tilvikum þar sem gera þarf sérstakar ráðstafanir til að koma upp fjarskiptasambandi.

Verður hlutverk Neyðarlínunnar að hafa umsjón með að slíkar tengingar verði settar upp ef þörf er á og að slíkt verði gert í samstarfi við önnur fjarskiptafyrirtæki eftir því sem kostur er.

Netfang Neyðarlínunnar er pstn@112.is

Neyðarlínan

Talsími

Viðmiðunartilboð, verðskrár og viðaukar sem tengjast talsíma.

Sjónvarp Símans

Hér má finna viðmiðunartilboð, verðskrár og viðauka sem tengjast Sjónvarpi Símans auk upplýsinga um búnað.